top of page

Perlur á Reykjanesi - Gul geðræktarganga Fjallafjörs og HH

fim., 07. sep.

|

Reykjanesviti

Komdu með Fjallafjöri í ókeypis, leiðsagða ferð um perlur Reykjaness!

Skráningu er lokið.
Sjá aðra viðburði
Perlur á Reykjanesi - Gul geðræktarganga Fjallafjörs og HH
Perlur á Reykjanesi - Gul geðræktarganga Fjallafjörs og HH

Staður & stund

07. sep. 2023, 18:30 – 21:00

Reykjanesviti, Reykjanesviti, 233, Iceland

Gestir

Um viðburðinn

Verið velkomin í ferð Fjallafjörs "Perlur á Reykjanesi"!

Fjallafjör, í samstarfi við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, býður til ferðar um Perlur Reykjaness.  Þátttaka í ferðinni er ókeypis.

Þátttakendur mæta á malarplanið við Reykjanesvita þar sem gangan hefst klukkan 18:30.  Við munum skoða margar af perlum Reykjaness, s.s. Reykjanesvita, Valahnúkamöl, Valbjargargjá, Gunnuhver o.fl.

Gönguhraði er hóflegur, hækkun óveruleg og er gangan því við hæfi allra sem geta hreyft sig með góðu móti. Við tökum stutta nestispásu og því er upplagt að hafa eitthvað góðgæti með í pokanum. Þau sem vilja og geta eru hvött til þess að klæðast gulum lit en að sjálfsögðu eru allir litir regnbogans velkomin í gönguna <3

Þátttaka í ferðinni er ókeypis og að ferð lokinni verður boðið upp á heitt kakó og kleinur.

Fararstjóri ferðarinnar er Guðrún Hildur Jóhannsdóttir

Share This Event

bottom of page