Dagskrárkynning - vor 2023
mán., 03. apr.
|Vefráðstefnukerfi Fjallafjörs
Fjallafjör býður upp á rafræna dagskrárkynningu fyrir vorið 2023.
Staður & stund
03. apr. 2023, 19:58 – 20:58
Vefráðstefnukerfi Fjallafjörs
Gestir
Um viðburðinn
Fjallafjör býður upp á hnitmiðaða, rafræna kynningu á spennandi vordagskrá 2023.
Kynningin er rafræn og hefst klukkan 20:00 þann 3. apríl 2023.
Rafhjólafjör 2023
Fjallafjör býður upp á spennandi rafhjólahóp 2023 með kvöldferðum, dagsferðum og helgarferð á Vestfirði.
Viðraðu magnaða fákinn og komdu með í skemmtilegar hjólaferðir með Fjallafjöri.
Skoðaðu dagskrána og bókaðu þitt pláss hér!
Ævintýranámskeið Fjallafjörs
Bættu ævintýrum við tilveruna og vertu með á Ævintýranámskeiði Fjallafjörs!
Kjarnadagskráin inniheldur kvöldferðir, dagsferðir, fræðslukvöld og undirbúningsfund og svo velur þú tvenns konar ævintýri þig langar að bæta við dagskrána. Á vorönn 2023 bjóðum við upp á hellaferðir, sjósund, klifur, ferðahjólreiðar og - fyrir þau sem vilja ganga meira - þrennu af skemmtilegum ferðum!
Skoðaðu dagskrána og bókaðu þitt pláss hér!
Lágafell
Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra. Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er.
Skoðaðu dagskrána og bókaðu þitt pláss hér!
Meðalfell
Meðalfell er fjölbreytt, tíu ferða dagskrá sem hentar í senn skemur og lengra komnum í fjallgöngum og útivist. Gengið er einu sinni í viku, gráðun ferðanna er 1-2 og í ferðunum getur verið þónokkur gönguhækkun en að hámarki 400 metrar.
Skoðaðu dagskrána og bókaðu þitt pláss hér!
Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs 2023
Taktu þátt í Hvítasunnuáskorun Fjallafjörs 2023! Spennandi og verðugri 42 kílómetra dagsgöngu með um 550 metra hækkun upp Norðurárdal, yfir Grjótháls og niður Þverárhlíð. Að göngunni lokinni verður grillað í Varmalandi og þátttakendum boðið í sund!
Skoðaðu dagskrána og bókaðu þitt pláss hér!
Fjölskyldufjör
Fjölskyldufjör Fjallafjörs er vettvangur fyrir fjölskyldur af öllum gerðum, stærðum og samsetningum til að fara út að leika saman í náttúrunni. Fjallafjör býður fjölskyldum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir hagkvæmt verð. Þátttökugjald er einungis 9.900 krónur fyrir hverja 12 mánuði og gildir fyrir alla fjölskylduna óháð barnafjölda.