þri., 21. nóv.
|Zoom
Dagskrárkynning - Vetur 2024
Fjallafjör býður upp á rafræna dagskrárkynningu 21. nóvember klukkan 20:00.
Staður & stund
21. nóv. 2023, 19:50 – 21:00
Zoom
Gestir
Um viðburðinn
Verið velkomin á dagskrárkynningu Fjallafjörs þriðjudagskvöldið 21. nóvember klukkan 20:00!
Kynningin verður haldin á Zoom og við kynnum á hnitmiðaðan hátt eftirfarandi dagskrárliði:
Skyggnishópur Fjallafjörs
Fjallafjör býður upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá á Skyggnis 2024. Dagskráin samanstendur af dagsferðum, kvöldferðum og helgarferð í Hólaskjól og lýkur með jólaævintýri í desember.
Lágafellshópur Fjallafjörs - vorönn
Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra. Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er.
Vetrarfrí Fjölskyldufjörs
Fjölskyldufjör býður upp á skemmtilega ferð í vetrarfríi helgina 23. - 25. febrúar 2024 í Ölveri. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt með útiveru, náttúruskoðun, leikjum, föndri, fjölskyldustundum og að sjálfsögðu kvöldvökum þar sem fjölskyldurnar taka virkan þátt í dagskránni!
Bergen 2024
Fjallafjör býður upp á stórskemmtilega blöndu af gönguferð og borgarferð til Bergen í Noregi dagana 23. - 28. maí 2024. Um er að ræða sex daga, fimm nátta ferð, beint flug með Icelandair, lítið, snyrtilegt og kósí hótel í hjarta Bergen (gegnt Grieg-höllinni), þægilega göngudaga í ótrúlega fallegri náttúru og tími aflögu til þess að njóta borgarinnar.