mið., 14. jún.
|Vefráðstefnukerfi Fjallafjörs
Dagskrárkynning - Hekla, Katla og Tindafjör
Fjallafjör býður upp á rafræna dagskrárkynningu fyrir hópana: -Hekla -Katla -Tindafjör
Staður & stund
14. jún. 2023, 12:00 – 12:30
Vefráðstefnukerfi Fjallafjörs
Gestir
Um viðburðinn
Fjallafjör býður upp á hnitmiðaða, rafræna kynningu á spennandi gönguhópum!
Kynningin er rafræn og hefst klukkan 12:00 þann 14. júní 2023.
Hekla og Katla
Heklu- og Kötluhópur Fjallafjörs eru systurhópar. Dagskráin er að mestu sú sama en ferðast er á öðrum dögum og aðrar ferðir eru sameiginlegar. Kötluhópurinn hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og eru tilbúin að takast á við lengri og meira krefjandi ferðir. Dagskráin hentar því lengra komnum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá. Athugið að dagskráin inniheldur ferðir með gráðun 3 en þó er ekki um afrekshópa að ræða og hóparnir ganga ekki í línum.
Skoðaðu dagskrá Heklu og bókaðu þitt pláss hér!
Skoðaðu dagskrá Kötlu og bókaðu þitt pláss hér!
Tindafjör
Tindafjör er lokaður hópur þátttakenda sem vilja og geta tekist á við meiri áskoranir en aðrir gönguhópar Fjallafjörs. Dagskráin er gríðarlega spennandi, inniheldur styttri og lengri ferðir, jöklaferðir, vetraráskorun, fræðslukvöld og tækniæfingar. Þátttakendur þurfa að stunda reglubundna hreyfingu, vera í góðu líkamlegu formi og andlegu jafnvægi.
Skoðaðu dagskrána og bókaðu þitt pláss hér!
Fjölskyldufjör
Fjölskyldufjör Fjallafjörs er vettvangur fyrir fjölskyldur af öllum gerðum, stærðum og samsetningum til að fara út að leika saman í náttúrunni. Fjallafjör býður fjölskyldum upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir hagkvæmt verð. Þátttökugjald er einungis 11.900 krónur fyrir hverja 12 mánuði og gildir fyrir alla fjölskylduna óháð barnafjölda.