Dagskrárkynning - Hekla, Katla og Tindafjör
mið., 14. jún.
|Vefráðstefnukerfi Fjallafjörs
Fjallafjör býður upp á rafræna dagskrárkynningu fyrir hópana: -Hekla -Katla -Tindafjör


Staður & stund
14. jún. 2023, 12:00 – 12:30
Vefráðstefnukerfi Fjallafjörs
Gestir
Um viðburðinn
Fjallafjör býður upp á hnitmiðaða, rafræna kynningu á spennandi gönguhópum!
Kynningin er rafræn og hefst klukkan 12:00 þann 14. júní 2023.
Hekla og Katla
Heklu- og Kötluhópur Fjallafjörs eru systurhópar. Dagskráin er að mestu sú sama en ferðast er á öðrum dögum og aðrar ferðir eru sameiginlegar. Kötluhópurinn hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og eru tilbúin að takast á við lengri og meira krefjandi ferðir. Dagskráin hentar því lengra komnum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá. Athugið að dagskráin inniheldur ferðir með gráðun 3 en þó er ekki um afrekshópa að ræða og hóparnir ganga ekki í línum.