top of page

Dagskrárkynning - Haust 2023

þri., 05. sep.

|

Zoom

Fjallafjör býður upp á rafræna dagskrárkynningu 5. september klukkan 20:00.

Skráningu er lokið.
Sjá aðra viðburði
Dagskrárkynning - Haust 2023
Dagskrárkynning - Haust 2023

Staður & stund

05. sep. 2023, 20:00 – 20:40

Zoom

Gestir

Um viðburðinn

Verið velkomin á dagskrárkynningu Fjallafjörs þriðjudagskvöldið 5. september klukkan 20:00!

Kynningin verður haldin á Zoom og við kynnum á hnitmiðaðan hátt eftirfarandi dagskrárliði:

Lágafellshópur Fjallafjörs

Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra.  Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er.

Nánari upplýsingar

Vetrarfrí Fjölskyldufjörs

Fjölskyldufjör býður upp á skemmtilega ferð í vetrarfríi helgina 27. - 29. október 2023 í Hólaskógi.  Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt með útiveru, náttúruskoðun, leikjum, föndri, fjölskyldustundum og að sjálfsögðu kvöldvökum þar sem fjölskyldurnar taka virkan þátt í dagskránni!

Nánari upplýsingar

Skyggnishópur Fjallafjörs

Fjallafjör býður upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá á haustönn Skyggnis 2023.  Dagskráin samanstendur af dagsferðum, kvöldferðum og helgarferð í Hólaskóg og lýkur með jólaævintýri í desember.

Nánari upplýsingar

Hekluhópur Fjallafjörs

Hekluhópurinn hentar þeim sem þegar hafa tekið sín fyrstu skref í fjallgöngum og útivist og eru tilbúin að takast á við lengri og meira krefjandi ferðir en byrjendur.  Dagskráin hentar því lengra komnum í fjölbreyttri og spennandi dagskrá sem spannar heilt starfsár og endar með helgarferð í Stórurð og Brúnavík.

Nánari upplýsingar

Share This Event

bottom of page