top of page

Fararstjóri í Rafhjólafjör

Updated: Sep 26, 2023



Hætt hefur verið við ráðningu að sinni.


Fjallafjör óskar eftir fararstjóra fyrir Rafhjólafjör 2024. Dagskrá Rafhjólafjörs hefst í apríl og stendur yfir til októberloka ár hvert og eru ferðirnar mjög fjölbreyttar, allt frá innanbæjarferðum til fjallahjólreiða á slóðum - frá stuttum kvöldferðum til langra helgarferða.

Áhersla er lögð á ferðamennsku á rafhjólum í vel skipulögðum ferðum þar sem gildi Fjallafjörs eru höfð að leiðarljósi.

Hæfniskröfur:

-Framúrskarandi leiðtogahæfileikar

-Framúrskarandi samskiptahæfileikar

-Frumkvæði í starfi og samskiptum

-Jákvætt viðhorf og hlýtt viðmót

-Rík öryggisvitund

-Kærleiksrík sýn á lífið, fjölbreytileika og fólk

-Metnaður til þess að skapa liðsheild, samhent og vingjarnlegt andrúmsloft

-Óbilandi ást á íslenskri náttúru

-Haldbær reynsla af fjallahjólreiðum

-Hreint sakavottorð

Við bjóðum:

-Kærleiksríkt og metnaðarfullt starfsumhverfi

-Reglubundna þjálfun í rötun, skyndihjálp, fararstjórn og leiðtogaþjálfun

-Frábæra ferðafélaga

-Stórkostlegt samstarfsfólk (www.fjallafjor.is/teymid)


Nánari upplýsingar veita Guðmundur og Kristey í síma 497-0090.


Umsóknarfrestur er til 5. október 2023 og óskast sendar á netfangið fjallafjor@fjallafjor.is.

275 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page