Kattatjarnaleið
Laugardaginn 2. nóvember höldum við í ferð um hina frábæru Kattatjarnaleið!
Við leggjum af stað frá Reykjavík klukkan 8 með rútu sem ekur okkur að upphafsstað ferðarinnar í Reykjadal en við hefjum gönguna með því að ganga upp dalinn. Gengið verður fram hjá Kattatjörnum og um Tindagil að Ölfusvatni þar sem rútan bíður og flytur hópinn aftur til Reykjavíkur.
Áætluð vegalengd: 15,5-16 km.
Áætluð hækkun: 4-500m
Áætlaður göngutími: 6-7 klst.
Verð með rútu: 15.900
15.900krPrice