Vetrarfrí Fjölskyldufjörs
Fjölskyldufjör býður upp á skemmtilega ferð í vetrarfríi helgina 23. - 25. febrúar 2024 í Ölveri. Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt með útiveru, náttúruskoðun, leikjum, föndri, fjölskyldustundum og að sjálfsögðu kvöldvökum þar sem fjölskyldurnar taka virkan þátt í dagskránni!
Innifalið í þátttökugjaldi er dagskrá, fararstjórn, skálagisting, morgunverður og kvöldhressing báða dagana.
Verð á mann 21.900 krónur
Dagskrá helgarinnar:
Föstudagur:
Húsið opnar klukkan 14:00, fjölskyldur koma sér fyrir á milli 14 og 16
16:00: Innileikir í íþróttahúsi
18:00: Kvöldverður, grillin heit - eldhús til afnota
19:30: Kvöldsamvera á efri hæð
21:00: Kvöldkaffi
21:30: Kvöldsaga, litir og rólegheit
22:30: Ró - foreldrakaffi
Laugardagur:
8:00: Morgunverður
10:00: Gönguferð og nestisstund
12:30: Hádegismatur
13:30: Litir og föndur
15:00: Brennókeppni / litir og föndur
16:00: Fjölskyldustund og frjáls tími
18:00: Kvöldverður, grillin heit - eldhús til afnota
19:30: Kvöldvaka
21:00: Kvöldkaffi
21:30: Kvöldsaga, litir og rólegheit
22:30: Ró - foreldrakaffi
Sunnudagur:
8:00: Morgunverður
9:00: Frjáls tími
10:30: Leikir
10:30: Frágangur skála og brottför undirbúin
12:00: Brottför í skógarferð
12:30: Skógarferð
15:00: Lokasamvera og heimför
Ferðin er á eingöngu á vegum Fjölskyldufjörs sem leigir húsakost KFUM & KFUK.
Neysla áfengis og vímuefna er óheimil í ferðum Fjölskyldufjörs.
Fyrir hvaða aldur?
Ferðin er fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Vegalendir og dagskrárliðir miða að börnum á aldrinum 3-12 ára, yngri börn og eldri eru hjartanlega velkomin og eftir því sem fæturnir eru minni gætu börnin þurft á aðstoð foreldra að halda. Börn eru alfarið á ábyrgð forráðamanna.
Hversu langt er gengið?
Vegalengdir eru á bilinu 1-3 kílómetrar. Áhersla er lögð á samverustundir, að njóta náttúrunnar, útileik og óbeina náttúrufræðslu
Er plan b ef veðrið er vont?
Já, ef veður hentar ekki til langrar útiveru verður meiri áhersla lögð á leiki, föndur, fjölskyldusamveru, listasmiðju og fleira í þeim dúr.
Fjölskyldan mín er stór!
Hver kjarnafjölskylda greiðir ekki fyrir fleiri en fimm fjölskyldumeðlimi.
Er eldunaraðstaða?
Já, fullbúin eldunaraðstaða er til afnota fyrir þátttakendur.
Barnarúm og -stólar?
Ef barn í þinni fjölskyldu sefur enn í rimlarúmi er pláss fyrir barnarúm við kojuna ykkar en þau eru ekki í skálanum. Tveir barnastólar eru í skálanum svo það borgar sig að hafa stól meðferðis.
Ég kemst ekki fyrr en að kvöldi föstudags.
Ekkert mál! Ef fjölskyldan kemst ekki af stað að morgni, s.s. vegna vinnu einhverra fjölskyldumeðlima er í góðu lagi að mæta seinna að kvöldi en þó ekki seinna en kl. 21. Um 50 mínútur tekur að aka í skálann frá Reykjavík.
Rétt er að taka fram að einungis þátttakendur á vegum Fjallafjörs eru í skálanum og að ferðin er eingöngu á vegum Fjölskyldufjörs.
Undirbúningsfundur
Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.
Facebookhópur
Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.
afslættir
Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.
Við fyrir þig
Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur. Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!
Hvaða hóp á ég að velja?
Hvernig get ég borgað fyrir ferðirnar?
Hvernig eru ferðirnar gráðaðar?