top of page
Girl Hiking in Nature

þjálfun
og fjallgöngur

Fjallafjör, í samstarfi við Steinunni S. Þorsteins Ólafardóttur sjúkraþjálfara, býður upp á fyrirlesturinn "Þjálfun og fjallgöngur".

 

Steinunn, sem er mikil fjallamanneskja og starfar m.a. sem fararstjóri hjá Fjallafjöri, fer yfir víðan völl þegar kemur að fjallgöngum og þjálfun, hvort sem er gagnsemi fjallgangna sem þjálfunar, hlutverki hvíldar í þjálfun eða þjálfun til að efla líkamlega færni í fjallgöngum.

 

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Engjavegi 6, 3. hæð, þriðjudaginn 1. mars 2022 kl. 20:00.

​Fyrirlesturinn kostar 2.900 krónur.

Athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

Steinunn_edited.jpg

fyrirlesari

Steinunn S. Þorsteins Ólafardóttir, sjúkraþjálfari og fararstjóri hjá Fjallafjöri, hefur áralanga reynslu af þjálfun og fjallabrölti.

Steinunn er ekki eingöngu snillingur þegar kemur að þjálfun því hún er einnig yogakennari, sérlegur súkkulaðimálaráðherra og slökunarsendiherra.

Smelltu hér til að lesa meira um Steinunni.

bottom of page