top of page
Gourmet Meal

Næsta námskeið er:
3. og 10. október 2023!

sælkeranesti

Fjallafjör, í samstarfi við Kidda Magg matreiðslumeistara, býður upp á gómsætt og spennandi matreiðslunámskeið fyrir útivistarunnendur - Sælkeranesti Fjallafjörs.

Ferðafélagar Fjallafjörs þekkja vafalítið hendinguna "nestistíminn er besti tíminn" og að loknu námskeiði verður nestistíminn enn betri - sérstaklega ef um ferð með næturgistingu er að ræða.

​Á námskeiðinu læra þátttakendur að elda gómsæta, þriggja rétta máltíð á eigin bakpokaeldavél - primus, multiburner, JetBoil eða þul. Máltíðin samanstendur af laxi í forrétt, lambalundum í aðalrétt og einföldum súkkulaðieftirrétt.

Enn fremur útbúa þátttakendur nesti fyrir kvöldferð, læra um marineringar, kryddun og geymslu á nestinu sínu - tilbúnu sem og óelduðu - á meðan göngu stendur.

Athugið að sum stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku í starfi Fjallafjörs.

​Námskeiðið samanstendur af tveimur kvöldum, einu innivið á höfuðborgarsvæðinu og gönguferð þar sem þriggja rétta máltíðin verður undirbúin og elduð.  Hráefni er innifalið í þátttökugjaldi.

Kiddi Magg 2.jpeg

leiðbeinandi

Kiddi Magg er matreiðslumaður og hefur starfað með Kokkalandsliðinu um árabil.  Hann hefur starfað víða um land og eldað fyrir þúsundir Íslendinga við góðan orðstýr.  Hann hefur einnig starfað með björgunarsveit og er virkur þátttakandi í starfi Fjallafjörs og þekkir góða nestistíma af eigin raun.

bottom of page