top of page
Fjallafjör

Rafhjólaferð um Sópandaskarð

Það verður sannkallað Rafhjólafjör helgina 22.-23. júní 2024 þegar við leggjum land undir fót og höldum á vit ævintýranna á vesturlandi.

 

Lagt verður af stað frá Háskólanum á Bifröst klukkan 9:30.

 

Hjólað verður með Hreðavatni um Jafnaskarð inn á Langavatnsveg. Hjólað með Staðarhnúk að Torfhvalastöðum og inn Langavatnsdal. Þá verður hjólað fyrir Fossamúla milli Þrúðufells og Víðimúla í Sópandaskarð að Seljalandi þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudegi er hjólað út Hörðudalsveg, inn Hálsbæjarveg og um Vestfjarðaveg. Þá tekur við 6 km. kafli um þjóðveg 1 að upphafsstað ferðarinnar. Tjaldsvæði er innifalið í þátttökugjaldi. Einnig er hægt að leigja uppábúin rúm í Seljalandi. Gistingin er á hagkvæmu verði en af skornum skammti og bóka þarf tvö rúm saman (eitt herbergi). Þau sem hafa áhuga á að bóka sér gistingu hafi samband við Níels, niels@seljaland.is.

 

Innifalið:
-Fararstjórn
-Tjaldsvæði
-Morgunverður

 

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs.

    39.900krPrice
    bottom of page