
Fjallafjör leitar að frábærum einstaklingi til þess að leiða mánaðarlegar ferðir Fjölskyldufjörs en ekki síst til að vera hluti af fjörskyldunni - fararstjórateymi Fjallafjörs.
Hæfniskröfur:
-Framúrskarandi leiðtogahæfileikar
-Framúrskarandi samskiptahæfileikar
-Frumkvæði í starfi og samskiptum
-Jákvætt viðhorf og hlýtt viðmót
-Rík öryggisvitund
-Kærleiksrík sýn á lífið, fjölbreytileika og fólk
-Metnaður til þess að skapa liðsheild, samhent og vingjarnlegt andrúmsloft
-Óbilandi ást á íslenskri náttúru
-Reynsla af fjallgöngum og útivist
-Reynsla af því að vinna með börnum
-Hreint sakavottorð
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
Við bjóðum:
-Kærleiksríkt og metnaðarfullt starfsumhverfi
-Reglubundna þjálfun í rötun, skyndihjálp, fararstjórn og leiðtogaþjálfun
-Frábæra ferðafélaga
-Stórkostlegt samstarfsfólk (www.fjallafjor.is/teymid)
Umsóknir óskast sendar á netfangið fjallafjor@fjallafjor.is.
Umsóknarfrestur er til 15. september 2023.
Nánari upplýsingar veita Guðmundur og Kristey í síma 497-0090.
Comments