top of page

Hugsjón gefur út Fjalladagbókina


Þann 10. nóvember 2024 gefur Hugsjón ehf., rekstrarfélag Fjallafjörs, út Fjalladagbókina. Bókin er glæsileg - 112 síður, gormuð með textílklæddri kápu og merki Fjalladagbókarinnar þrykkt með silfurfilmu. Útgáfuhóf verður í verslun GG Sport milli klukkan 19 og 21 og eru öll velkomin að líta við, skoða bókina, þiggja veitingar og fagna útgáfunni!

Undirbúningur útgáfunnar hófst í ársbyrjun 2022 og vandað hefur verið til allra verka. Bókin er framleidd á Íslandi í umverfisvottaðri prentsmiðju Prentmets Odda.

Ákveðið var að hafa bókina ekki pakkaða í plast, strikamerki er prentað inn í bókina og þær verslanir sem vilja geta fengið strikamerki límt aftan á kápu bókarinnar.
59 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page