top of page

Haustdagskrárnar að hefjast

Veldu þína dagskrá og vertu með í Fjörinu!


Hekla

Dagskrá Hekluhópsins er pökkuð af flottum fjöllum á borð við Hvalfell, Heiðarhorn og

Löðmund. Kvöldferðirnar koma líka sterkar inn en það er TVÆR HELGARFERÐIR eru líka innifaldar í dagskránni, þ.m.t. þátttökugjaldinu. Í haust förum við í helgarferð í Skagafjörð þar sem við göngum á Glóðafeyki og Mælifellshnúk og næsta sumar förum við í Kerlingarfjöll.

 

Skyggnir

Skyggnir er fjölbreytt og spennandi dagskrá og nú er hægt að bóka haustönnina staka með helgarferð.  Dagskráin hefst á fimmtudag og lýkur með jólaævintýri í desember en auk þess er helgarferð í Hólaskjól í september innifalin í þátttökugjaldinu!

 




Vatnaleiðin

Næstu helgi leggjum við land undir fót og göngum um Vatnaleiðina. Um þriggja daga ferð er að ræða og geta þátttakendur valið um að gista í skála eða tjaldi. LAUST VEGNA FORFALLA.

 







Rafhjólafjör

Nú er hægt að bóka haustönn Rafhjólafjörs staka en framundan eru fullt af spennandi ferðum! Í kvöld er óvissuferð og á næstunni er ferð um Krakatindsleið, Hítardal og Skarðsheiði svo eitthvað sé nefnt.

 

Lágafell

Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra.  Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er. Skráning hefst síðar í vikunni - fylgist með!

 

Keilir

Örfá pláss eru eftir í Keilishópinn 2024-2025. 20 ferða dagskrá með helgarferð í Skaftártungu, spennandi dagsferðum og skemmtilegum kvöldferðum - í fáránlega góðum félagsskap!


531 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page