top of page

Dagskrárkynningin 21. nóvember

Þann 21. nóvember bauð Fjallafjör upp á stutta dagskrárkynningu á nokkrum verkefnum sem hefjast á næstu misserum. Hér er hægt að kynna sér í örstuttu máli helstu dagskrárliðina:


Skyggnir

Fjallafjör býður upp á fjölbreytta og spennandi dagskrá fyrir Skyggnishópinn árið 2024.  Dagskráin hefst í lok janúar og lýkur með jólaævintýri í desember en auk þess er helgarferð í Hólaskjól í september innifalin í þátttökugjaldinu!

 

Vetrarfrí Fjölskyldufjörs

Fjölskyldufjör býður upp á skemmtilega ferð í vetrarfríi helgina 23. - 25. febrúar 2024 í Ölveri.  Dagskrá helgarinnar er fjölbreytt með útiveru, náttúruskoðun, leikjum, föndri, fjölskyldustundum og að sjálfsögðu kvöldvökum þar sem fjölskyldurnar taka virkan þátt í dagskránni!

 

Bergen

Fjallafjör býður upp á skemmtilega blöndu af fjallgöngu- og borgarferð til Bergen dagana 23. - 28. maí 2024. Um sex daga, fimm nátta ferð er að ræða og göngudagar eru þrír. Beint flug frá Keflavík til Bergen með Icelandair og gist á þriggja stjörnu hóteli í hjarta Bergen.

 

Grindjánar

Fjallafjör býður Grindvíkingum þátttöku í laufléttum gönguhópi fram til jóla.​

Um er að ræða eina kvöldferð í viku með svipuðum áherslum og í Lágafellshópnum okkar. Ferðirnar eru láglendisferðir með lítilli hækkun, gönguhraði er hóflegur og áhersla er lögð á að njóta náttúrunnar, samverunnar og taka smá hlé frá amstri dagsins.

 

Lágafell

Lágafellshópur Fjallafjörs hentar í senn byrjendum og þeim sem vilja fara í styttri ferðir og gefa sér rúman tíma í að njóta þeirra.  Lítill stígandi er í dagskránni sem miðar að því að sem flest geti tekið þátt, sama hvort þau séu að stíga upp úr sófanum eftir allnokkra kyrrsetutíð eða vilja taka þátt í rólegum ferðum þar sem áherslan er á að njóta samveru og náttúru - sama hver ástæðan er.

 

Fjallgöngunámskeið

Fjallgöngunámskeið Fjallafjörs er yfirgripsmikið námskeið þar sem þátttakendur fá haldgóða leiðsögn og fjölbreytta fræðslu um fjölmargt sem snýr að fjallgöngum og ferðamennsku, þ.m.t. undirbúningi, búnaði, öryggi, næringu, leiðarval, kortalestur og túlkun veðurspáa - svo eitthvað sé nefnt.66 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page