lokaferð heklu og kötlu

Fjallafjör býður þátttakendum í Heklu og Kötlu upp á lokaferð í Hólaskóg helgina 1.-3. júlí 2022.  Hægt er að velja um gistingu í skála eða í tjaldi.  Verði hefur verið stillt í hóf en innifalið er dagskrá, fararstjórn, gisting, morgunverður báða dagana og grillveisla að kvöldi laugardags.  Ferðaáætlun tekur mið af veðri en meðal þess sem verður skoðað eru Gjáin, Háifoss og Granni svo eitthvað sé nefnt.

Verð með tjaldgistingu: 20.900 - verð með skálagistingu: 28.900