top of page

Haustferð í Hólaskóg

Fjallafjör býður upp á haustferð í Hólaskóg helgina 8.-10. september 2023.  Innifalið er dagskrá, fararstjórn, skálagisting, morgunverður báða dagana og grillveisla að kvöldi laugardags.  Ferðaáætlun tekur mið af veðri en meðal þess sem verður skoðað eru Gjáin, Háifoss og Granni svo eitthvað sé nefnt.

Verð: 39.900 - morgunverður, skálagisting og grillveisla innifalið!

Dagskrá helgarinnar

Þátttakendur koma sér fyrir á föstudagskvöldi og grillin verða heit fyrir þau sem vilja.  Við eigum saman notalega kvöldstund og klukkan 21:00 hefst kvöldsamvera í á efri hæð skálans.

 

Gengið verður bæði laugardag og sunnudag og tekur göngudagskrá mið af veðri.  Meðal þeirra perla sem skoðaðar verða eru Háifoss, Granni, Stöng, Gjáin og Gjáarfoss.

 

Á laugardegi verður boðið upp á fjallagraut og lýsi milli klukkan 8 og 8:45.  Brottför er á bankatíma, 9:15.  Sameiginlegur kvöldverður er á laugardagskvöldi og er áætlað borðhald klukkan 18:30.  Kvöldvaka hefst klukkan 20:30 og stendur til klukkan 23:00.  

 

Á sunnudegi verður boðið upp á fjallagraut og lýsi milli klukkan 8 og 8:45.  Brottför er á bankatíma, 9:15.  Að göngu lokinni er gengið frá skálanum í topp ástandi.  Lokasamvera er 30 mínútum fyrir brottför en hún tekur mið af göngudagskrá.  Miðað er við að heimkoma í Reykjavík sé milli 16 og 19.

 

Eftirfarandi er innifalið í skráningu á þennan viðburð:

-Skálagisting

-Morgunverður báða daga

-Kvöldverður á laugardegi

bottom of page