top of page
IMG_1067.heic

Grindjánar

Fjallafjör býður Grindvíkingum þátttöku í laufléttum gönguhópi fram til jóla.

Um er að ræða eina kvöldferð í viku með svipuðum áherslum og í Lágafellshópnum okkar. Ferðirnar eru láglendisferðir með lítilli hækkun, gönguhraði er hóflegur og áhersla er lögð á að njóta náttúrunnar, samverunnar og taka smá hlé frá amstri dagsins.

Verð: 0 kr. - Eingöngu fyrir Grindvíkinga og skrá verður þátttöku í hópnum. Þátttökufjöldi er takmarkaður við 45. Grindvíkingar geta boðið með sér vini óháð búsetu en öll þurfa að skrá sig.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs.

Dagskráin er eingöngu fyrir íbúa Grindavíkur.

Dagskrá Grindjána

Dagskráin samanstendur af fimm ferðum:

23. nóvember: Heiðmörk

27. nóvember: Reynisvatnsheiði

4. desember: Stórhöfði

11. desember: Hafravatn 

18. desember: Jólaævintýri!

Brottför í allar ferðir er klukkan 18:00 og gera má ráð fyrir að göngutími sé 2-3 tímar með nestispásu.

Óskir þú eftir nánari upplýsingum um Grindjána hvetjum við þig til þess að senda okkur línu á fjallafjor@fjallafjor.is.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Verð: 0 kr.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Undirbúningsfundur

Allir hópar Fjallafjörs hefjast með undirbúningsfundi þar sem farið er yfir öryggismál, fatnað, búnað, næringu, fyrirkomulag dagskrárinnar og ferðanna sem og ýmis praktísk atriði.

Facebookhópur

Fjallafjör notar Facebookhópa til þess að bjóða í ferðir, á viðburði, miðla upplýsingum og þess háttar. Við hvetjum þátttakendur til þess að deila myndum og minningum úr ferðum í hópunum.

afslættir

Þátttakendur í Fjallafjöri fá afslætti hjá ýmsum verslunum. Skoðaðu afsláttarkjörin, sæktu þátttakendaskírteini í símann þinn og njóttu betri kjara.

Við fyrir þig

Fararstjórar Fjallafjörs eru boðnir og búnir til að aðstoða þátttakendur í hvívetna, hvort sem viðkemur notkun á búnaði, vali á dagskrá eða hverskonar ráðgjöf er varðar útivist og fjallgöngur.  Hafði samband milli 9 og 17 virka daga eða ræddu við fararstjórann þinn í næstu ferð!

Fararstjórar Grindjána

bottom of page