top of page
norway_bergen_summer_hgr_163772_shutterstock.webp

Bergen
23.-28. maí 2024

Fjallafjör býður upp á skemmtilega blöndu af fjallgöngu- og borgarferð til Bergen dagana 23. - 28. maí 2024. Um sex daga, fimm nátta ferð er að ræða og göngudagar eru þrír. Beint flug frá Keflavík til Bergen með Icelandair og gist á þriggja stjörnu hóteli í hjarta Bergen. 

Gengið verður á 8 tinda í ægifögrum fjallasal Bergen: Sandviksfjellet, Fløyfjellet, Strandafjellet, Rundemanen, Ulriken, Løvstakken, Damsgårdsfjellet og Lyderhorn. Gráðun ferðarinnar er 2 af 4 mögulegum.

Athugið að einungis er um 12 manna hóp að ræða. 

Innifalið: Flug, hótel, morgunverður, fararstjórn og undirbúningsfundur.

Verð: 229.900 á mann í tvíbýli, 249.900 í einbýli. 

Dagskrá ferðarinnar

7-10 dögum fyrir brottför er þátttakendum boðið á undirbúningsfund.

23. maí, fimmtudagur

Mæting á Leifsstöð klukkan 7:30, innritun. Flug FI344, brottför 10:15, áætluð koma í Bergen 14:35.

Ferðast með lest á hótel, innritun.

Opin dagskrá eftir innritun, kvöldsamvera klukkan 21 á hóteli.

24. maí, föstudagur

Morgunverður milli 7 og 9, hópurinn hittist í morgunverði klukkan 8:00.

Brottför í göngu dagsins er klukkan 9:30 frá hótelinu.

Gengið verður á Lyderhorn og Damsgårdsfjellet.

Áætluð vegalengd: 11 km.

Áætluð hækkun: 700m.

25. maí, laugardagur

Morgunverður milli 7 og 9, hópurinn hittist í morgunverði klukkan 8:00.

Brottför í göngu dagsins er klukkan 9:30 frá hótelinu.

Gengið verður á Løvstakken, Strandafjellet og Ulriken.

Áætluð vegalengd: 14 km.

Áætluð hækkun: 900m.

26. maí, sunnudagur

Morgunverður milli 7 og 9, hópurinn hittist í morgunverði klukkan 8:00.

Brottför í göngu dagsins er klukkan 9:30 frá hótelinu.

Gengin verður falleg leið með einstöku útsýni yfir Bergen. Tindar dagsins verða RundemanenFløyfjellet og Sandviksfjellet.

Áætluð vegalengd: 11 km.

Áætluð hækkun: 600m

Veislukvöld - hópurinn fer saman út að borða.

27. maí, mánudagur

Morgunverður milli 7 og 9, hópurinn hittist í morgunverði klukkan 8:00.

Boðið verður upp á gönguferð um miðborg Bergen með léttri leiðsögn. Gera má ráð fyrir að hópurinn snæði hádegisverð saman. Opin dagskrá eftir hádegi.

28. maí, þriðjudagur

Morgunverður milli 7 og 9.

Brottför frá hóteli: 12:00

Flug FI 335, brottför 15:30, áætluð koma 15:50.

Gisting:

Gist verður á Citybox Hotel - litlu, þriggja stjörnu hóteli í hjarta Bergen, beint á móti Grieg-tónlistarhöllinni. Hægt er að velja um eins manns herbergi, tveggja manna herbergi með hjónarúmi (queen size) og tveggja manna herbergi með tveimur rúmum.

Innifalið:

Flug, gisting, morgunverður og fararstjórn.

Ekki innifalið:

Annar kostnaður, s.s. ferðir til og frá hóteli og aðrar máltíðir.

Staðfestingargjald eru 25%, greiðist við skráningu og er óafturkræft. 

Hægt er að skipta greiðslum en ferðin skal að fullu greidd 60 dögum fyrir brottför.

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Dagskrá getur tekið breytingum m.t.t. veðurs, utanaðkomandi þátta og óviðráðanlegra aðstæðna.

Með skráningu samþykkja þátttakendur skilmála Fjallafjörs sem nálgast má hér.

Fararstjóri ferðarinnar

bottom of page